Þegar búið var að æsa öfgamenn í islamstrúarríkjum Austurlanda nær nógu mikið upp vegna skrípamynda í Jullupóstinum fóru þeir að mótmæla á götum úti, hella niður danskri mjólk og kalla vínarbrauð (Danish pastry) rósir spámannsins.
Þegar Frakkar reittu öfgamenn klerkastjórnarinnar í Washington til reiði með því að draga í efa fullyrðingar um gjöreyðingarvopn Íraka og tóku ekki þátt í innrásinni í Írak brugðust öfgamenn í Bandaríkjunum við með því að mótmæla á götum úti, hella niður frönskum rauðvínum og kalla franskar kartöflur frelsiskartöflur.
Öfgamenn allra landa virðast sameinast um það að búa sér til tákngervinga til að hata og eyðileggja og að vilja ekki kalla hlutina sínum réttu nöfnum.