Króníka

16.2.2006

Okkur mönnunum er af einhverjum ástæðum mjög í mun að skrásetja líf okkar og tilveru (blogg er gott dæmi um það). Sumir skrifa dagbækur, aðrir veðurlýsingar og enn aðrir fjalla um hugðarefni sín og hvaðeina það sem þeim dettur í hug til þess að láta sín getið. Enn öðrum dugar að skrifa: „Kilroy was here“ eða skera fangamark sitt í tré. Þessi fjölskylda valdi allt aðra og athyglisverðari leið.

Nú geta Norðmenn tekið með bíl og fimm manns í honum fram og til baka til Danmerkur fyrir 9.500 íslenskar. Ef Íslendingar væru Norðmenn væru þeir allir í Danmörk.