Pyndingar á okkar ábyrgð

15.2.2006

Enn á ný berast fréttir af skelfilegum pyndingum á írökskum föngum sem virðist hafa verið misþyrmt af einskærum kvalalosta. Á þessu bera allar viljugu ríkisstjórnirnar ábyrgð – og við Íslendingar líka. Eflaust syngja nú einhverjir: „Þetta gátum við ekki vitað.“ Sá söngur heyrðist víða um Þýskaland í lok síðari heimsstyrjaldar en þótti ekki mjög sannfærandi þá – ekki frekar en hann mun þykja nú á þeim slóðum þar sem Írakar eiga samúð þjóða.

Mótmælin gegn skrípamyndunum í JP eru ekkert annað en létt æfing fyrir þá mótmælaöldu sem á eftir að ríða yfir hina viljugu – og þar verða Íslendingar ekki undanskildir. Héðan í frá þýðir lítið fyrir Dani og Norðmenn að þykjast vera Íslendingar í Austurlöndum nær.

One Response to “Pyndingar á okkar ábyrgð”


  1. Held að það væri ekki svo vitlaust að búra stórskyttuna Cheney og aðra yfirmenn heraflans í Írak, inni og lofa nokkrum þjóðernissinnuðum írökum að heimsækja þá reglulega með hunda sína og svipur.

    Það er næsta víst að myndbirtingin í vikunne verður eins og 98 okta bensín á bálið sem Múhameðsmyndirnar kveiktu.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: