13. ágúst

12.2.2006

13. ágúst ár hvert er dagur örvhentra í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa alls konar hluti sem eru sérhannaðir handa örvhentum, t.d. skæri og klippur af öllu tagi, Windows-hnappaborð, tölvumús og yddara, eldhúsáhöld, handklæði og drykkjarkönnur. Það er líka bölvað að spila á venjuleg rétthent spil, á almennilegum spilum eru tákn í hverju horni.Þessi færsla er til þess að minna á að ekkert í heiminum er sjálfsagt fyrir örvhenta.