Ég sit hér og horfi á Setningarathöfn Vetrar-ÓL í Tórínó í beinni útsendingu. Á íslenskri sjónvarpsstöð? Nei, á NRK 1, þær íslensku eru líklega uppteknar af því að segja okkur hvers vegna þjóðin þráir fleiri álver. Og þar sem ég horfi á þetta stórfenglega sjónarspil þar sem hönnuðir og listamenn leggja sig alla fram um að sýna sínar bestu hliðar fer ég að velta því fyrir mér hvenær Íslendingi hafi verið sýndur mestur heiður. Ég held að enginn vafi leiki á því að það gerðist þegar henni Björk var boðið að syngja í Aþenu 2004 við setningu á ÓL. Og nú ganga landarnir inn…