Falsanir

8.2.2006

Danskur islamskur klerkur og skósveinar hans liggja nú undir miklu ámæli fyrir að hafa falsað gögn sem leiddu til hinna miklu óeirða í Austurlöndum nær. Skyldu þær falsanir vera umfangsmeiri en falsanirnar sem beitt var til þess að réttlæta innrásina í Írak? Það er þó alla vega ljós að falsanir klerka islams hafa hvergi nærri leitt til jafnalvarlegra atburða og falsanir þær sem vísað var til af Bush & Blair.