Um Bach

6.2.2006

Og fyrst maður er í kímnihorninu þá má ég til með að rifja upp svar breska skáldsins W.S. Gilbert þegar hann var spurður af einhverri ignoramussu: „Is Bach still composing?“

Svarið var: „No, madam, he’s decomposing.“

Vængjað grín

6.2.2006

Flugmenn eru ekki alltaf alvarlegir þegar þeir ávarpa farþega. Eftirfarandi heyrðist eitt sinn eftir flugtak í Bandaríkjunum:

„We are pleased to have some of the best flight attendants in the industry. Unfortunately none of them are on this flight.“

Og þetta heyrðist eftir fremur harkalega lendingu:

„We ask you to please remain seated as Captain Kangaroo bounces us to the terminal.“

Tilbeiðsluhús

6.2.2006

Löngum voru kristnar kirkjur einu tilbeiðsluhúsin á Íslandi. Það hefur breyst mjög og þeim söfnuðum fjölgar stöðugt sem vilja reisa hús yfir sig og starfsemi sína. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að vilja komast undir eigið þak en mikið væri nú gaman ef þessum söfnuðum, sem flestir eða allir boða bræðralag og náungakærleika, tækist að vinna betur saman að tilbeiðslu sinni til þess guðs sem langflestir eiga sameiginlegan, a.m.k í hinum þremur fjölmennu eingyðistrúarbrögðum kristni, gyðingdómi og islam. Ég vil sem dæmi benda á indversku rannsóknastöðina á Suðurheimskautslandinu en þar halda til um 100 manns sem játa 13 mismunandi trúarbrögð. Þeim dugar vel einn sameiginlegur tilbeiðslustaður. Ekki skemmir fyrir að trúarhóparnir halda upp á mismunandi daga og hátíðar þeirra eru á ólíkum tímum svo samstarf ætti að vera vel mögulegt og ekki er verra að þannig myndu trúarhópar ganga á undan með góðu fordæmi. En hver vill rétta fyrstur út sáttarhönd? (Sagt með öðrum orðum: Hver vill hengja (kirkju)klukkuna á köttinn?)

Scheißland

6.2.2006

Það er gaman að sjá ummerkjum um þýskukennslu í framhaldsskólum stað í listalífinu. Reyndar get ég ekkert um þá sýningu sagt sem ber þennan titil því ég hef ekki séð hana en ég vildi aðeins ræða um aðra útúrsnúninga á nafni Íslands. Í nýlegri frétt var sagt frá leiguflugi 200 norskra kynbótagrísa frá Noregi. Norðmennirnir sem sendu grísina töluðu alltaf um Grisland og þótti voða fyndið. Það er hægt að halda áfram með þetta og hugsa sér Dani sem koma hingað og blöskar verðlag á öllu, þeir gætu talað um Prisland. Gamlir hippar gætu kallað það Peaceland og þeir sem flúið hafa skerið gætu talað um Éttuþaðsemútifrýsland. Það er þó mun áhugaverðara að tengja nafn landsins guðanafninu Is sem sjá má t.d. í heitinu Israel (nöfn þriggja guða) og islam. Ég ætla þó ekki að voga mér út í neina útúrsnúinga á þessum heitu heitum, það gæti endað með ósköpum.