Stundum grípur mann löngun til að skoða listaverk en maður nennir ekki út úr húsi. Þá er snjallræði að kynna sér heimasíðu SÍM en slóð hennar er www.umm.is . Þegar síðan opnast birtist verk eftir einhvern félaganna valið af handahófi úr gagnagrunni, og í hvert sinn sem síðan er svo uppfærð birtist nýtt verk. Það er sem sagt hægt að sitja og smella og skoða eins og mann lystir og ef eitthvert verkið vekur sérstaka athygli er bara að smella á það og fá upplýsingar um viðkomandi listamann. SÍM á hrós skilið fyrir þetta áhugaverða framtak.