Hér á landi er staddur afburðagóður fiðluleikari til að leika á tónleikum. Við hana var tekið viðtal í sjónvarpi og hvað dettur viðmælenda hennar í hug að biðja hana um að spila? Metallicu !!!

Í Bandaríkjunum teljast tvær af hverjum þremur konum vera of feitar. Það hlutfall sést ekki á hvíta tjaldinu eða skjánum, öðru nær. Allar aðþrengdu eiginkonurnar eru t.d. tággrannar og það fáránlega er að þegar kvikmyndir fjalla um feitt fólk er oftar en ekki valin einhver mjónan sem svo er fituð með tæknibrellum. Fólk vill láta blekkjast.