Fjör-Baugsmiðlar

31.1.2006

Sumum sjálfstæðismönnum hefur orðið tíðrætt um Baugs-miðla og hefur orðið verið notað sem skammaryrði. Nú er Þorsteinn Pálsson tekinn við ritstjórn Fréttablaðsins en hann fékk á sínum tíma pólitískan fjörbaugsdóm og hrökklaðist til Lundúna. Búast má við miklum fjörkipp í pólitískri umræðu á næstunni af þessum völdum og því einboðið að tala um Fjör-Baugsmiðla. Reyndar hefur Mogginn ekki enn birt frétt um þetta (kl. 20.10 þann 31/1) og þar sannast enn að merkilegast er hverju Mogginn þegir yfir en ekki hvað hann segir.

2 Responses to “Fjör-Baugsmiðlar”

  1. gudni Says:

    Hefði kanski verið ráðlegra að gera Steina að ritstjóra DV. Sem gamall Vísisritstjóri hefði hann kanski geta rifið blaðið upp úr soranum þaðan sem gamli Dagblaðsritsjórinn kom blaðinu. Annars er ég ánægður með að fá Þorstein Pálsson aftur inn í þjóðmálauræðuna. Hann er bæði jarðbundinn einn af málefnalegri sjálfstæðismönnum sem þvældust fyrir Davíð. Óska Þorsteini alls hins besta í nýju starfi.

  2. Matti Says:

    Þorsteinn er sómamaður, enginn vafi á því, og reyndur á ýmsum sviðum. Þannig maður er hvalreki hverjum fjölmiðli.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: