Fjör-Baugsmiðlar

31.1.2006

Sumum sjálfstæðismönnum hefur orðið tíðrætt um Baugs-miðla og hefur orðið verið notað sem skammaryrði. Nú er Þorsteinn Pálsson tekinn við ritstjórn Fréttablaðsins en hann fékk á sínum tíma pólitískan fjörbaugsdóm og hrökklaðist til Lundúna. Búast má við miklum fjörkipp í pólitískri umræðu á næstunni af þessum völdum og því einboðið að tala um Fjör-Baugsmiðla. Reyndar hefur Mogginn ekki enn birt frétt um þetta (kl. 20.10 þann 31/1) og þar sannast enn að merkilegast er hverju Mogginn þegir yfir en ekki hvað hann segir.

Salman Rushdie

31.1.2006

Þegar Salman Rushdie var lýstur réttdræpur fyrir meint guðlast í Söngvum Satans hneyksluðust margir Vesturlandabúar, ekki síst verjendur ritfrelsis. Nú fá allir hland fyrir hjartað vegna 12 skopmynda sem líklega eru þó samanlagt hvergi nærri hálfdrættingur á við það sem Salman skrifaði. Það hefur augljóslega margt breyst síðan 11. september.