Töfraflautan í Iðnó

29.1.2006

Við sátum og biðum eftir að sýning hæfist. Á næsta bekk ræddi vinahópur hátt saman um Kanaríferð með sól og salmonellu, spítalaferðum og niðurgangi. Skyndilega sagði kona: ,Sýningin er hálfur þriðji tími.´ ,Djísus kræst,´sagði sessunautur hennar.

Svo hófst sýningin og við Íslendingar þurfum greinilega ekkert að óttast, nóg er til af efnilegum söngvurum til að heiðra listagyðjuna í óbyggðum óperu- og tónleikahúsum. Fín skemmtun söngskólanema.

%d bloggurum líkar þetta: