Karíkatúr-krísa

29.1.2006

Helstu bandamenn Bandaríkjamanna í arabaheimum eru Sádar. Danska dagblaðið Jyllandsposten birti í haust nokkrar grínteikningar með Múhammeð spámann sem þema og nú hefur óíslamska nefndin í Sádi-Arabíu ákveðið að vörur á borð við jógurt frá Arla og kubba frá Lego ógni trúnni. Þeir sem eiga slíka vini hafa enga þörf fyrir óvini.

2 Responses to “Karíkatúr-krísa”

  1. gudni Says:

    Og nú hafa þessir andskotar rekið Skandinavana úr landi í Palestínu. Það er deginum ljósara að þeir vita ekki hvaðan gott kemur.

  2. Matti Says:

    Það er líka rétt að benda á að til þess að safna liði gegn Dönum söfnuðu íslamskir sendiboðar frá Danmörku fjölda miklu grófari skopmynda en birst höfðu í JP til þess að sannfæra araba um rasima Dana. Þær myndir sem JP birti hefðu ekki þótt sérlega kjarnmiklar frá Sigmund og hin ofsafengnu viðbrögð við þeim eru út í (vefjar)hött.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: