Bói vann!

26.1.2006

Bói sonur Distu og Garðars kom skemmtilega á óvart í Meistaranum og vann spurningasérfræðinginn Stefán Pálsson. Gott hjá þér, strákur, nú ætti við að skála í viskíi.

Það er annars alltaf gaman að sjá Stefán í sjónvarpinu í ARDBEG-bolunum sínum en eins og sumir áhugamenn um einmalta viskí vita þá er Ardbeg þriðji framleiðandinn á Isley, við hlið Lagavulin og Laphroaigh. Ardbeg er þó ekki jafn áreiðanlegt og hinar tvær tegundirnar og getur verið mikill áramunur á því. Mókeimur þess er með eindæmum öflugur þegar best lætur.

Blog – ergo sum. Ég blogga, þess vegna er ég. Eftir öll þessi ár í táradalnum vil ég ekki fá staðfest hér í upphafi árs 2006 að ég sé ekki til. Þess vegna er er ég byrjaður að blogga, þökk sé vinum mínum Dunna og Gísla.

Einhvern tímann byrja ég að blogga…